Færsluflokkur: Bloggar

Glundroði !!

Ég get nú ekki séð að það hafi verið neinn sérstakur glundroði á flugvellinun þarna á þessum myndum. Svo sem ekkert meiri en er hér í Keflavík egar maður kemur til landsins með tilheyrandi heimsókn í fríhöfnina og síðan hamagangurinn við töskubandið.

Þetta fólk var auðvitað að koma heim eftir að hafa farið úr landi og telja það ekki nægilega gott fyrir sig og gat nú varla búist við heiðursröð við komuna.

En það er gott að þessir flutningar eru hafnir því allir eiga að hlíða lögunum og þeim ber að yfirgefa landið.


mbl.is 180 Venesúelabúar fluttir úr landi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raforku ætti að verza mögulegt að bjarga.

Fari illa með Svartsengi, sem við skulum biðja almættið um að hindra, ættu suðurnesjabúar að sitja fyrir t.d. álverinu í Straumsvík um rafmagn. Það eru jú íbúarnir í landinu sem eiga orkuverin og þurfa á neyðartímum að sitja fyrir um orkuna úr þeim.


mbl.is „Erfitt er að bregðast við einn, tveir og þrír“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÖRF ÁMINNING ÚR HEILBRIGÐISGEIRANUM

Fólk sem starfar í öldrunar-og heilbrigðisgeiranum varar stöðugt við mikilli fjölgun aldraðra sem kallar bæði á byggingar og aukin fjölda mentaðs starfsfóks. En það er því miður þannig að þessar aðvaranir virðast ekki ná eyrum og athygli stjórnmálamanna sem virðast skella skollaeyrum við ákalli heilbrigðisstarsfólksins.

VAKNIÐ nú stjórnmálamenn áður en vandinn skellur á ykkur með enn meiri þunga og ekki verður við neitt ráðið.


mbl.is Stefnir í mikinn vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Mogga í nöp við Fjarðaál ?

Moggi flytur reglulega fréttir af flúormæligum í Reyðarfirði með vandlætingartón. Ekki hafa birtst sambærilegar fréttir af flúormælingum í nágrenni álveranna hér syðra ! Það vill nú svo til að í Reyðarfirði er nánast enginn búskapur að marki sem gæti skaðast af þessari litlu mengun og í viðkomandi skýrslum kemur fram að hún er ekki skaðleg mannfólkinu. Hvað er málið Moggi ?

Hnippi stjórnvöld eða verkalýðsforystan lítilega í álverið í Straumsvík hótar frú Rist að eigendurnir muni bara loka og pakka saman og þá limpast stjórnvöld (ríki og bær) niður svo og verlkalýðsforingjarnir. Ég segi nú bara á íslensku "veri þeir sem vera vilja og fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu". Það losnaði þá gott vinnuafl til að taka við af einhverju af öllum útlendingunum sem gætu þá farið til síns heima.


mbl.is Flúor í grasi yfir viðmiðunarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur dómur !

Þessir gaurar ættu ekki að fjalla um dómara né leiki. Þetta er greinilegt brot og sá hollenski er bara að reyna af veikum mætti að halda uppi "standard sínum" með mótmælum.

Auðvitað var þetta rautt spjald þar sem Isak var kominn í gegn og átti aðeins eftir að fara í róleghetunum framhjá markmanninum og renna boltanum í netið.

 

 

 

 

 


mbl.is Eiður Smári: Þetta er ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki verið að skora á ranga aðila ?

Eru ekki ákveðnir aðilar í þessu samfélagi sem eru að skora á bæjaryfirvöld og önnur stjórnvöld að "finna lausnir" fyrir ólöglega innflytjendur að skora á ranga aðila ? Væri ekki nær að skora á þetta ólöglega fólk, sem fengið hefur afgreiðslu lögum samkvæmt, að þyggja tiltæka styrki til að koma sér úr landi eins og þeim ber ?


mbl.is Hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slepur Icon of the Seas undir brúna ?

Það verður spennandi að fylgjast með ferð skpsins um Eyrarsund og undir brúna. Skyldi skipið sleppa undir brúna án áreksturs ?


mbl.is Stærsta skemmtiferðaskip heims senn tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróði ??

Þetta er nú varla allt gróði.  

Gróði/hagnaður er það sem eftir er þegar kostnaður hefur verið greiddur. En gera má ráð fyrir að kostnaður sé all verulegur.


mbl.is Íslendingarnir þénuðu milljónir á heimsleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verið frábær... en...

Aron hefur verið, eftir því sem ég best veit, frábær með félagsliðum sínum. EN með landsliðinu man ég ekki eftir að hann hafi verið frábær í stórmótum nema í stökum leikjum og ekki sýnt þann stöðugleika í þeim sem nauðsynlegur var og því ekki staðið undir væntingum á þeim vetvangi.


mbl.is Aron einn besti leikmaður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ábyrgir" rekstraraðilar sveitsrfélaga !

Hvar var öll ábyrgðin þegar sveitar- og bæjarstjórum svo og yfirmönnum ýmsum hjá sveitarfélogunum voru ákvörðuð ofurlaun ?


mbl.is Útiloka hærri tilboð og íhuga málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hjörvar O Jensson

Höfundur

Hjörvar O Jensson
Hjörvar O Jensson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband