Færsluflokkur: Bloggar
26.9.2024 | 16:16
Hvað má ekki gerast aftur ??
Ég vona að maðurinn sé að meina að það megi aldrei gerast aftur að einhver nákominn aðila eða aðilum sem blaðasnápar eru að reyna að koma höggi á sé fengin til að byrla þeim ólyfjan á sjúkrabeði til að stela síðan símanum þeirra og afhenda blaðasnápunum til að stela úr honum gögnum og upplýsingum. Það vona ég að vesalings maðurinn sé að meina, ef þetta var það sem gerðist á annað borð, ekki veit ég.... og þykir raunar ótrúlegt og trúi vart að svo lágt sé lagst.
![]() |
Þetta má aldrei gerast aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2024 | 19:58
Hroðaleg frétt !
Það er naumast að bílstjóranum hefur legið á að komast af stað. Að hann skildi ekki fylgjast með farþega sínum komast klakklaust úr rútunni heldur æða af stað án þess að veita því athygli sem gerðist. Þetta er vítaverð framkoma og athugunarleysi sem hlítur að draga dilk á eftir sér.
Konunni sem í þessu lenti óskar maður bara góðs og skjóts bata með einlægri von um að ekki hljótist af varanlegt líkamstjón.
Mér er kunnugt um tvö lík atvik sem urðu hjá strætó í Reykjavík.
![]() |
Húðin flettist af frá ökkla upp að hné |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2024 | 18:18
Blessuð sé minning Dóra.
Ég kynntist Dóra svolítið þegar við vorum á Spáni í golfferð fyrir all mörgum árum. Hann setti mjög skemmtilegan svip á ferðina og mætti t.d. með ukulele á teig og spilaði fyrir okkur fjörug stef annað slagið. Eitt kvöldið bauð hann mér og hjónum sem við kynntumst þarna með sér til þorps í nágrenninu og fengum við okkur þar að borða og nutum félagsskaparins fram eftir kvöldi. Þetta var með skemmtilegri golfferðum sem ég hef farið og ekki síst Dóra að þakka og góðum kynnum við hann og fleiri.
Blessuð sé minning Halldórs Bragasonar, gítarleiara og innileg samúðarkveðja til aðstandenda.
Hjörvar O Jensson.
![]() |
Halldór Bragason lést í brunanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2024 | 09:28
Erfitt mál... en.
Eru ekki stjórnvöld að fara að þeim lögum sem um málið gilda ?
Hér hefur fólki árum saman verið synjað um lyf sem því hafa verið lífs nauðsynleg vegna þess að þau þóttu of dýr og yrði of kostnaðarsamt fyrir ríkið/Tryggingastofnun, og hafa þurft að notast við lélegri/vanvirkari lyf.
Ég get ekki séða að ríkið hafi frekar efni á að opna hér óhindraða leið fyrir erlent fólk, e.t.v. komið hingað með ólöglegum hæti, til að komast hér inn í kerfið með erfiða og kostnaðarsama sjúkdóma.
![]() |
Fólki er almennt mjög misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2024 | 08:59
MEÐ EINDÆMUM !
Þetta er alveg með eindæmum lélegt hjá bæjarfélaginu sem fékk upp í hendurnar alveg ÓTRÚLEGAN pakka með samkomulaginu við Róbert á sínum tíma. hann virðist gafa staðið mjög vel við sitt en enn stendur upp á að efna sín loforð gefin honum 2012.
![]() |
Bæjaryfirvöld ekki staðið við samkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2024 | 08:18
Mikið var að beljan bar !
Það var mikið að menn vöknuðu og tækju til sinna ráða gagnvart þessu glæpahyski sem hingað er komið öllu samfélaginu til hrellingar.
Í fyrsta laggi þarf að vera aðstaða á Kevl.flugvelli til að hýsa þá sem hingað koma skilríkjalausir og senda þá burt umsvifalaust með næstu vél til sama áfangastaðar. Þessu liði á ekki að hleypa inn í landið sem ekki hefur skilríki við komuna.
Higað hafa komið skipulagðir flokkar innbrotsmanna og er nú eitt frægasta dæmið um þá sem ætluðu inn í Fljótshlíðina um árið til að ræna bæi og eignir fólks sem þurfti að ríma sveitina vegna hættu á flóðöldu frá gosinu.
Burt með þetta hyski allt saman með endurkomubanni til landsins.
![]() |
72 erlendum brotamönnum vísað á brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2024 | 16:29
Hvað kemur okkur þetta við ?
Hvaða ekkifrétt er þetta eiginlega ?
Þurfa frambjóðendur eitthvert samþykki frá þessum náunga ?
Ég bara spyr !
Nei, auðvitað ekki. En hann virðist vanta athygli núna og Moggi er að veita honum hana af gæsku sinni.
![]() |
Andri Snær sættir sig við fimm frambjóðendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2024 | 20:27
Þú hlítur að vera útúrsnúningameistari Íslands Stefán.
Af lestir þessa viðtals er ljóst að spyrjandinn er greinilega útsendari... en hverra ?
Orkumálastjóri Íslands semur um og undirritar viljyfirlýsingu (ekki samning)um hugsanlegt samstarf um jarðhitamálefni við Argentínu. Og hvort viðkomandi viðsemjandi hennar í þessu tilfelli var fyrrum skólasystir er í sjálfu sér aukaatriði, en segir þó þá sögu að gott getur verið að eiga góða vini sem víðast.
Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu samstarfi nema til komi vilji ríkisstjórnar og Alþingis. En hingað til hefur bæði Moggi og aðrir fjölmiðlar hampað hverjum þeim sem komið hafa á sambærilegu samstarfi við ýmsar þjóðir og lönd. En í þessu tiltekna tilfelli gerir þú allt sem í þínu valdi er sem blaðamaður, ég segi ekki leigupenni, til að gera þessa VILJAYFIRLÝSINGU tortryggilega m.a. með útúrsnúningum, svo ekki sé meira sagt.
Þú ættir Stefán að lesa kverið "Bréf til Kára" eftir Ólaf Ragnar þar sem hann lýsir frábærlega tengslaneti sýnu og hvernig hann hefur í áratugi notfært það Íslandi og öðrum þjóðum, sérstaklega á norðurslóðum, til hagsbóta.
![]() |
Undirritaði yfirlýsinguna við bekkjarsystur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2024 | 09:37
Hvaða vinnu ætla Seyðfirðingar að sækja á Héraði ?
Þrettán til fjórtán kílómetra göng undir Fjarðarheiði eru óráð.
Þrátt fyrir það sem bæjarstjórinn telur upp eru göng um Mjóafjörð til Norðfjarðar og úr öðrum hvorum firðinum hjágöng til Héraðs það eina sem virkilega kemur til með að leysa vanda Seyðfirðinga.
Það liggur fyrir, fyrr en ég vænti eiginlega, að Síldarvinnslan mun loka sinni starfsemi á Seyðisfirði og alls óvitað hvað þá tekur við þar sem athafnasvæði henar er á hættusvæði.
Á Héraði er nánast enga lausn að finna fyrir atvinnuleytandi Seyðfirðinga og þá liggur fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu einungis til að stytta mönnum leið til Egilsstaðaflugvallar.
Aftur á móti göng til Mjóafjarðar/Norðfjarðar/Héraðs opna greiða leið Seyðfirðingum til atvinnutækifæra í Fjarðabyggð. Í fyrsta lagi er all nokkur fjöldi Seyðfirðinga nú þegar starfandi í álveri Alcoa og gætu fleiri bættst í þann hóp. Þá eru tækifæri við sjúkrahúsið í Neskaupstað sem er fjölmennur vinnustaður með all nokkra starfsmannaveltu. Jafnframt eru möguleg atvinnutækfæri hjá fiskiðnaðarfyrirtækjunum Síldarvinnslunnni hf, Eskju hf og Loðnuvinnslunni hf og mörgum fleiri minni fyrirtækjum í Fjarðabuggð sem mun auðveldara yrði fyrir Seyðfirðinga að sækja vinnu til en að þurfa að ferðast yfir Fagradal.
Það er því niðurstaða mín og fjölda íbúa Austfjarða að göng um Mjóafjörð/Norðfjörð/Hérað og auðvitað með Norðfjar-og Fáskrúðsfjarðargöngum muni vera sú lausn sem Austurlandi yrði að mestu gagni og hringtengja Seyðisfjörð þar sem Fjarðarheiðin yrði opin stóran hluta ársins.
Áskorun ! Ráðumst í þessi þríþættu göng sem allra fyrst !
![]() |
Fjarðarheiðargöng gætu borgað sig fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2024 | 09:30
Hafa orðið svona mörg slys á börnum ?
Það er algjörlega óþolandi að apa þessar lækkanir á hraða eftir andstæðingum einkabílsins í Reykjavík, sem gert hafa í því að setja sem mestar hömlur á notkun einkabílsins með tilheyrandi töfum og óþægindum í umferðinni. Ég hélt að í Kópavogi væru menn örlítið skarpari en í "borgarstjóninni".
![]() |
Hlustar frekar á foreldra en umferðartudda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hjörvar O Jensson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar