11.11.2024 | 18:30
Rétt skal vera rétt !
Eins og ég las umfjöllun á ensku blöðunum í morgun sagði Coote ekki að Liverpool væri ömurlegt -almennt-. Hann sagði spurður hvað honum hefði fundist um Liverool í leiknum í gær að þeir hefðu verið ömurlegir. Það getur alveg verið að þeir hafi ekki þann dag átt sinn besta leik og því hafi honum þótt þeir ömurlegir í þeim leik, en mér þykir ómögulegt að honum þyki liðið ömurlegt almennt hvað þá að hann segði slíkt. Hitt er það að flestir gera miklar kröfur til Liverool vegna gamalla og nýrra afreka félagsins og því kann lélegur leikur hjá þeim að þykja ömurlegur. Aftur á móti sagði hann samkvæmt fréttinni ýmislegt miður gott um Klopp sem hann byggir vafalaust á þeirra samskiptum og hefði örugglega betur látið ósagt og örugglega við þennan ágæta "vin" sinn sem sá sér síðan einhvern hag í að leka þessu í fjölmiðla.
![]() |
Dómarinn settur í bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hjörvar O Jensson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.