30.10.2024 | 09:46
Ekki bara í þágu Hvals hf !
Við Íslendingar eigum ótvíræðan rétt á að veiða hval. Við höfum veitt hval frá ómuna tíð og það hafa fleiri fyrirtæki og einstaklingar gert í tímans rás heldur en bara Hvalur hf.
Hvölum hefur fjölgað mjög mikið á Íslandsmiðum og þeir éta óhemju mikið af t.d. loðnu og öðrum nytjafiski auk fæðu nytjafiskjarins.
Það er því beinlínis nauðsynlegt að fækka hval umtalsvert á Íslandsmiðum t.d. með það í huga að mikilvægur stofn eins og loðnan nái sér á strik á ný.
Það er algjör miskilningur og rangfærsla að hvalveiðar og hvalaskoðun geti ekki farið saman, vel er hægt að skipuleggja veiði-og skoðunarsvæði þannig að ekki þurfi að rekas á.
Og svo skulum við muna að þetta eru veiðar en ekki aflífanir. Aflífanir á dýrum fara fram í sláturhúsum en veiðar úti í náttúrunni og gilda um þær, eðli máls samkvæmt, önnur lögmál.
Skora á forsetann að stöðva áform forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hjörvar O Jensson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 56
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 4692
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning