3.4.2024 | 09:37
Hvaða vinnu ætla Seyðfirðingar að sækja á Héraði ?
Þrettán til fjórtán kílómetra göng undir Fjarðarheiði eru óráð.
Þrátt fyrir það sem bæjarstjórinn telur upp eru göng um Mjóafjörð til Norðfjarðar og úr öðrum hvorum firðinum hjágöng til Héraðs það eina sem virkilega kemur til með að leysa vanda Seyðfirðinga.
Það liggur fyrir, fyrr en ég vænti eiginlega, að Síldarvinnslan mun loka sinni starfsemi á Seyðisfirði og alls óvitað hvað þá tekur við þar sem athafnasvæði henar er á hættusvæði.
Á Héraði er nánast enga lausn að finna fyrir atvinnuleytandi Seyðfirðinga og þá liggur fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu einungis til að stytta mönnum leið til Egilsstaðaflugvallar.
Aftur á móti göng til Mjóafjarðar/Norðfjarðar/Héraðs opna greiða leið Seyðfirðingum til atvinnutækifæra í Fjarðabyggð. Í fyrsta lagi er all nokkur fjöldi Seyðfirðinga nú þegar starfandi í álveri Alcoa og gætu fleiri bættst í þann hóp. Þá eru tækifæri við sjúkrahúsið í Neskaupstað sem er fjölmennur vinnustaður með all nokkra starfsmannaveltu. Jafnframt eru möguleg atvinnutækfæri hjá fiskiðnaðarfyrirtækjunum Síldarvinnslunnni hf, Eskju hf og Loðnuvinnslunni hf og mörgum fleiri minni fyrirtækjum í Fjarðabuggð sem mun auðveldara yrði fyrir Seyðfirðinga að sækja vinnu til en að þurfa að ferðast yfir Fagradal.
Það er því niðurstaða mín og fjölda íbúa Austfjarða að göng um Mjóafjörð/Norðfjörð/Hérað og auðvitað með Norðfjar-og Fáskrúðsfjarðargöngum muni vera sú lausn sem Austurlandi yrði að mestu gagni og hringtengja Seyðisfjörð þar sem Fjarðarheiðin yrði opin stóran hluta ársins.
Áskorun ! Ráðumst í þessi þríþættu göng sem allra fyrst !
Fjarðarheiðargöng gætu borgað sig fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hjörvar O Jensson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.