21.3.2025 | 09:39
Hvað er eiginlega að hjá borginni ?
Fyrst leyfir borgarkerfið eða lætur fram hjá sér fara, mega velja hvort þeim þykir betra, byggingu þessa græna bákns allt of nálægt fjölbýlishúinu sem er algjörlega forkastanlegt. Ætla svo að klóra yfir skítinn með uppsetningu á, að því er sýnist, kolriðguðum stálvegg sem með leyfi að spyrja... hvað á að leysa ?
Nei, ef græna báknið á að fá að standa, væri eina sem gæti linað þjánigar íbúanna þarna að eigendur þess yrðu skildaðir til að láta setja upp á hliðina alla mynd sem sýni útsýnið yfir borgina og sundin til Esjunnar og í vestur. Það væri a.m.k skárra að hafa slíka mynd fyrir augunum en þennan græna óláns vegg.
Svo þarf augljóslega að bjóða fólkinu sanngjarnar skaða- og miskabætur vegna alls þessa máls.
![]() |
Telja vegginn afspyrnuljótan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 15:43
VEL MÆLT OG SKÖRULEGA !
Það er ekki ofmælt að hætta sé fyrir stafni þegar forseti USA er, að því er virðist, veruleikafirrtur oflátungur svo ekki sé dýpra í árina tekið. Hann og varaskeifan leyfðu sér að niðurlægja Úkraínuforseta.... en í hvaða tilgangi.... að ganga í augun á þeim sturlaða hinumegin hafsins.... heimur versnandi fer segir máltækið og virðist það vel eiga við núna.
Megi örlögin grípa inn í þennan söguþráð og það sem fyrst.
![]() |
Þau eru að leika sér að eldinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hjörvar O Jensson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar